Verðmæt framtíðarlausn
Við bjóðum upp á öflugt hleðslukerfi á bílastæðið og í bílakjallarann við fjölbýlishús. Spár gera ráð fyrir að stór meirihluti íbúa landsins verði kominn á rafbíl árið 2030. Verðmæti íbúða hækka þegar möguleiki á rafbílahleðslu er til staðar.
Hvernig er ferlið?
Forsvarsmaður húsfélags hefur samband við okkur í tölvupósti, í síma eða hér beint af síðunni og óskar eftir upplýsingum og grunntilboði frá Rafbox. Við kynnum okkur aðstæður og gefum sanngjarnt tilboð í framhaldinu. Þegar húsfélagið hefur tekið ákvörðun þá hefjumst við handa og undirbúum bílastæði og/eða bílakjallarann fyrir framtíðina.