Rafbox hefur frá stofnun haft það að leiðarljósi að skoða hvert verk fyrir sig og sérsníða bestu lausnina fyrir aðstæður hverju sinni. Hér eru nokkur dæmi um afraksturinn.
Rafbox hefur frá stofnun haft það að leiðarljósi að skoða hvert verk fyrir sig og sérsníða bestu lausnina fyrir aðstæður hverju sinni. Hér eru nokkur dæmi um afraksturinn.
HALO hleðslustöðin við einbýlishús á höfuborgarsvæðinu.
Hér voru settar þrjár HALO stöðvar við glæsilegt einbýlishús á höfuborgarsvæðinu.
Sérsniðin lausn fyrir viðskiptavininn. HALO á staur sem var breytt svo hægt væri að setja 16A aukatengil við bílastæðið.
HALO sett á bárujárnshús á Suðurnesjunum
Ferðahleðslustöð í bílskúr.
Greinakassi og HALO stöð í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu. Kjallarinn gerður tilbúinn fyrir hleðslu rafbíla.
AURA stöð smellt á fjölbýlishús. Hleðslukerfi var komið upp í kjallaranum en ekki allir íbúar eiga stæði þar. AURA stöðin þjónar því þeim sem leggja á sameiginlega bílastæðinu.
AURA stöðvar við sameiginlegt bílastæði fjöleignarhúss á Akranesi. Tvær stöðvar settar upp en alls voru 4 brunnar grafnir sem þjónað gætu 8 rafbílum samtímis. Skalanleg og framsækin lausn.
Sex AURA stöðvar settar upp við húsnæði fyrirtækis í Garðabæ. Grafið var fyrir brunnum undir stöðvarnar og staurar festir á. Álagsstýrt og gífurlega kröftugt kerfi.
Tvær AURA stöðvar við Hitt Húsið í Reykjavík.
Settir upp 32A tenglar á þriggja fasa kerfi við gistihúsin. Ferðahleðslustöðvar frá Rafbox eru í boði fyrir íbúa á meðan gistinu stendur.