Álagsstýring

Álagsstýringakerfi Charge Amps

Álagsstýringakerfið er á margan hátt fullkomnara en önnur sambærileg kerfi. Álagsstýringabúnaði, AmpGuard er komið fyrir í rafmagnstöflu hússins en hann mælir notkunina á rafmagnsstofni hússins. Hann er nettengdur og talar þannig við stöðvar í hleðslukerfi hússins.

Kerfið er til þess gert að verja stofn hússins fyrir ofálagi þegar rafbílar eru hlaðnir. Hleðslustöðvarnar víkja alltaf fyrir annarri notkun hússins.

Dýnamísk álagsstýring

Dýnamísk álagsstýring þýðir að kerfið bregst við breytingum á álagi stofnsins sem það mælir og metur hversu mikið afl er aukalega fyrir hleðslustöðvar við bílastæði hússins.

  • Tökum einfalt dæmi: Þrjár 16A hleðslustöðvar eru á 32A stofni. 2 bílar eru settir í samband og stofninn því fulllestaður. Þegar þriðji bíllinn er svo settur í samband les hugbúnaðurinn á augabragði hverjar aðstæður eru og dreifir aflinu á stöðvarnar þannig að þær eru allar með u.þ.b. 10A hver.
  • Flóknara og raunhæfara dæmi: Þrjár 16A hleðslustöðvar eru uppsettar í kjallara í húsi sem er með 63A stofn. Almenn notkun er um 13A í íbúðum hússins og því allt að 50A laus fyrir hleðslustöðvarnar. Þegar allir 3 bílarnir eru komnir í samband taka þeir 3x16A= 48A og því er stofninn nánast fulllestaður. Tveir íbúar kveikja á eldavél og ofni í íbúðum sínum og þá eru íbúðirnar allt í einu farnar að taka 23A og því einungis 30A í boði fyrir bílana. Álagsstýringin bregst við þessum breytingum og skipar stöðvunum að hlaða einungis á 10A hver þangað til álagið minnkar á stofninn. Ef einn bíllinn er fullhlaðinn á undan hinum, losna 10A sem dreifast á hinar tvær hleðslustöðvarnar og svo framvegis.
Getum við orðið að liði?
Sendu okkur tölvupóstfangið þitt og við höfum samband.