Færðu fyrirtækið þitt í framtíðina með því að bjóða starfsmönnum og/eða viðskiptavinum að hlaða rafbílinn. Svo geturðu auðvitað hlaðið rafbílaflota fyrirtækisins á staðnum!

Svona tengjum við þitt fyrirtæki
Hugmynd
2
Hönnun
3
Uppsetning
Hlaða

Öflugar stöðvar

Samfélagslega ábyrg fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum upp á aðstöðu til að hlaða rafbíla, þurfa að gera ráð fyrir að geta þjónað öllum tegundum rafbíla og því er skynsamlegt að velja öflugar 22kW hleðslustöðvar (3x32A).​

Skalanleg lausn

Mikilvægt er að hönnun hleðslukerfisins geri ráð fyrir því strax frá upphafi að geta tekið við fjölgun rafbíla, því hleðslustöðvum fjölgar í takt við eftirspurn.

Almennings lausn 20210424_almennings_rafbox.png

Aðgangsstýring og álagsstýring

Til að mæta framtíðarþörfum þurfa hleðslurnar að vera aðgangstýrðar og vera með orkumælingu.

Mikilvægt er að hafa möguleika á álagstýringu á hleðslunum svo þær geti vikið fyrir straumálagi fyrirtækisins ef þörf krefur á álagstímum.

AURA frá Charge Amps getur annað tveimur bílum með 22 kW afli frá hvorum tengli. Fest á vegg eða sérsmíðaðan staur.

Skoða

Rafbox býður fyrirtækjum upp á þjónustusamning og sjá þá alfarið um sundurliðun reikninga, innheimtu greiðslna fyrir hleðslu, skýrslugerð og veitir forgang í útköll ef þörf er á.

Skoða
Getum við orðið að liði?
Sendu okkur tölvupóstfangið þitt og við höfum samband.