Þú finnur heildarlausnir fyrir fjölbýlishúsin hjá okkur. Öflug álagsstýrð hleðslukerfi og rekstrarþjónusta.

Traust hleðsla fyrir alla

Rafbox býður öflugt og traust hleðslukerfi fyrir allar gerðir fjöleignahúsa. Við tökum út aðstæður og gefum sanngjarnt tilboð svo íbúar hússins geti hlaðið bílinn heima án vandræða.

Hugsum til framtíðar

Lausnir okkar miða alltaf að því að vera skalanlegar og hugsaðar til framtíðarnotkunar. Þannig bjóðum við í grunnverkið þannig að hægt sé að stækka hleðslukerfið með einföldum og hagkvæmum hætti þegar þörf krefur

Rafbox býður rekstrarþjónustu til húsfélaga og fyrirtækja - einfaldaðu málið og láttu okkur um innheimtu og umsjón.

Nánar

Stöðvarnar og álagsstýringabúnaðurinn tengjast í skýið. Aðgangsstýring, RFID aðgengi, hleðsluupplýsingar og aðrar stillingar.

Nánar

Álagsstýring Charge Amps kerfisins er dýnamísk og ver stofn hússins fyrir ofálagi. Hleðsla bílanna er því alltaf víkjandi fyrir annarri rafmagnsnotkun í húsinu.

Nánar

Verðmæt framtíðarlausn

Við bjóðum upp á öflugt hleðslukerfi á bílastæðið og í bílakjallarann við fjölbýlishús. Spár gera ráð fyrir að stór meirihluti íbúa landsins verði kominn á rafbíl árið 2030. Verðmæti íbúða hækka þegar möguleiki á rafbílahleðslu er til staðar.

Hvernig er ferlið?

Forsvarsmaður húsfélags hefur samband við okkur í tölvupósti, í síma eða hér beint af síðunni og óskar eftir upplýsingum og grunntilboði frá Rafbox. Við kynnum okkur aðstæður og gefum sanngjarnt tilboð í framhaldinu. Þegar húsfélagið hefur tekið ákvörðun þá hefjumst við handa og undirbúum bílastæði og/eða bílakjallarann fyrir framtíðina.

ferlið

Getum við orðið að liði?
Sendu okkur tölvupóstfangið þitt og við höfum samband.