Við græjum örugga og öfluga hleðslumöguleika heima hjá þér.

Svona tengjum við þig
Fá hugmynd
2
Hönnun
3
Uppsetning
Hlaða
Úttekt og hönnun

Við mætum, skoðum aðstæður hjá þér og sammælumst um bestu lausnina fyrir þig. Í framhaldinu setjum við upp tilboð í uppsetninguna.

Fagleg vinnubrögð

Við uppsetningu tryggjum við að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sé mætt og gætum fyllsta öryggis.

Svo hleður þú!

Þegar prófun er lokið og úttekt tilkynnt til HMS stingur þú bílnum í samband og hleður áhyggjulaus!

Allar lausnir 20210424_allt_rafbox.png
Fjölbreyttar lausnir

Hleðslugeta rafbílsins, rafkerfi húsa og þarfir fólks eru mismunandi. Við finnum bestu lausnina fyrir þig og veitum persónulega og trausta þjónustu.

Tilboð í uppsetningu

Smelltu hér til að óska eftir tilboði í hleðslustöð og uppsetningu. Gott er að tilgreina hvernig aðstæður eru hjá þér.

rafbox_einbylisharing.png

Uppsetning til framtíðar

Þar sem fólk hefur einkaaðgang að bílastæði við heimili sitt er best að koma upp hleðslustöð fyrir rafbílinn og beintengja hana inn á rafmagnstöflu hússins. Mælt er með því að hanna raflögnina þannig að hún þjóni öflugari rafbílum framtíðarinnar svo ekki þurfi að leggjast í grunnvinnuna aftur ef bíllinn verður endurnýjaður.

Afhverju hleðslustöð?

Raflagnir húsa eru ekki allar gerðar fyrir álagið sem hleðsla rafbíla setur á kerfið. Tenglar geta ofhitnað og lagnir bráðnað. Nauðsynlegt er að fá fagmann til að taka út aðstæðurnar áður en bíll er hlaðinn í venjulegri innstungu. Raflögn fyrir hleðslu rafbíla skal ávallt vera á sérvarbúnaði, sem einungis verja þann tengipunkt. HMS gerir einnig kröfu um að lágmarki 30mA AC vörn og 6mA DC vörn sé á bakvið hvernig tengipunkt.
Neyðarhleðslutækið sem fylgir mörgum bílum er einmitt bara það; til að nota í neyð.

Nánar um kröfur HMS við hleðslu rafbíla

Halo1.jpg Halo

Snjallari hleðslustöð

HALO hleðslustöðin frá sænska framleiðandanum Charge Amps er frábær vara fyrir kröfuharða neytendur. Hún er framleidd úr endurunnu áli og sérstaklega hönnuð fyrir norrænar aðstæður enda með IP66 þéttnistuðul. Nettengjanleg með tilheyrandi ávinningum þess; appi, hleðsluáætlun, hleðslumælingu og aðgangs- og álagsstýringu. Áfastri 7,5m snúrunni er svo vafið snyrtilega utan um stöðina sem gerir hana einstaklega snyrtilega framan á húsinu.

Nánari upplýsingar er að finna í vefversluninni okkar - svo má alltaf heyra í okkur í síma 620-9200 eða á [email protected]

Skoða
Getum við orðið að liði?
Sendu okkur tölvupóstfangið þitt og við höfum samband.