Rafbox býður húsfélögum og fyrirtækjum upp á rekstrarþjónustu, allt til að auðvelda rekstraraðilum félags eða fyrirtækis lífið.

Skoða

Charge Amps keyrir firnasterka skýjalausn sem er m.a. notuð til að aðgangsstýra stöðvum, stjórna álagsstýringu og ljósabúnaði og hafa yfirlit með notkun.

Skoða

Álagsstýringarkerfið er til þess gert að verja rafmagnsstofn hússins fyrir ofálagi þegar þú setur bílinn í samband. Hleðslustöðvarnar víkja þá fyrir annarri notkun hússins.

Skoða
Spurt og svarað
1 fasa stöð og 3 fasa stöð - hver er munurinn?

1 fasa stöðvarnar (3,7-7,4KW) flytja afl á einum fasa sem er algengasta rafkerfið á heimilum.
3 fasa stöðvar (11-22KW) geta gefið frá sér þrefalt meira afl því þá dreifist straumurinn á milli þriggja aflleiðara og þá þarf rafkerfi hússins að bjóða upp á þriggja fasa rafmagn. Oft er það boði í sameignum fjölbýlishúsa og í fyrirtækjum.

Þriggja fasa stöðvar er í nánast öllum tilvikum hægt að tengja bara með 1 fasa - sé þriggja fasa rafmagnið ekki í boði.

Er dýrara að hlaða í fjölbýli en í sérbýli?

Það fer allt eftir því hvað húsfélagið ákveður.

Húsfundur getur samþykkt verðið á hverja hlaðna kílówattstund (kWh) í kerfi hússins. Þannig getur húsfélagið safnað aftur í sjóðinn eftir framkvæmdina og þá eru það þeir íbúar sem nota hleðslubúnaðinn sem borga til baka.

Dæmi:

Kílówattstundin kostar 15 kr. í almennri notkun. Íbúar hússins ákveða að láta kílówattstund sem notuð er í hleðslu rafbíla kosta 20% meira, eða 18 kr.
Rafbílaeigandinn er þannig búinn að borga 3 kr/kWh inn á framkvæmdasjóð húsfélagsins.

Þetta er allt framkvæmt í bakendakerfi Charge Amps stöðvanna og engin aukavinna fellur á gjaldkera húsfélagsins.

Er smáforrit (app) með HALO hleðslustöðinni?

Já - Charge Amps eru með app sem er aðgengilegt fyrir HALO og AURA eigendur og er þeim að kostnaðarlausu.

Hægt er að sækja það í App Store fyrir iOS tæki og Google Play fyrir Android tæki. Leitið að "Charge Amps"

Hvað er álagsstýring?

Álagsstýring er búnaður sem deilir því rafmagni sem til er á milli hleðslustöðva og kemur þannig í veg fyrir að rafmagn hússins slái út á álagstímum.

Hvað er heimtaug?

Heimtaug er rafmagnskapallinn sem liggur inn í hús og tengir það við rafveituna. Heimtaugin hefur ákveðið straumþol sem mælt er í amperum.

Hvað er IK staðall?


IK er staðall sem segir til um höggþol búnaðar.

Nánar hér

Hvað er IP staðall?

IP er staðall sem segir okkur til um þéttleika rafbúnaðar gagnvart föstu efni og vatni.

Fyrri tölustafurinn segir til um hversu lokaður rafbúnaðurinn er gagnvart aðskotahlutum td. ryki og öðru efni.

Seinni stafurinn segir til um þéttleika rafbúnaðar gagnvart vatni.

IP

Hvað er kW?

kW (kílówatt) er mælieining fyrir rafafl og er margfeldi straums og spennu.

Hleðslustöðvar sem hlaða með 7,4 kW afli, hlaða 7,4 kWstunda orku á klukkustund, svo lengi sem búnaður bílsins getur tekið við því.

Ef bíll er með 40 kWh rafhlöðu þá ætti það að taka tæpa 5 og hálfa klukkustund að fullhlaða bílinn ef rafgeymirinn er nánast tómur.

Hvað er MID vottun

MID er staðall sem segir til um mælinákvæmni orkusölumælis og MID mælar hafa þá nákvæmni sem krafist er við sölu raforku.

Hvað er RFID?

RFID (Radio Frequency Identification) er rafrænn auðkennislykill/flaga sem nýttur er til að stýra aðgangi að hleðslustöðvum.

Hleðslustöðvar Charge Amps eru búnar RFID lesara.

Hvað er Schuko?

Schuko er hefðbundin rafmagnsinnstunga sem má finna á sumum hleðslustöðvunum sem við bjóðum upp á.

Tengillinn er til dæmis hentugur ef stinga þarf ryksugu í samband við þrif á bílnum eða nota háþrýstidæluna á planinu.

Hvað er straumur?

Straumur er mældur í amperum og segir til um aflgetu rafstrengs, hleðslustöðva og annars rafbúnaðar.

Hvað eru skýjalausnir?

Skýjalausnir eru lausnir sem bjóða upp á að stöðin tengist við svokallað ský sem getur tengt stöðvar saman, geymt upplýsingar og gert notandanum kleift að sjá yfirlit yfir hleðslulotur sínar á netinu í tölvu, farsíma eða spjaldtölvu.


Flestir framleiðendur bjóða upp á app með skýjalausnum.

Hver er munurinn á Type 1 og Type 2 snúrum?

Til eru tvær tegundir af tengjum sem notuð eru við hleðslu rafbíla. Flestir bílar sem komu frá Asíu og Ameríku eru með Type 1 en flestir aðrir bílar á markaðnum koma með Type 2.

Nánari upplýsingar af vef EVBox

Getum við orðið að liði?
Sendu okkur tölvupóstfangið þitt og við höfum samband.