Rafbox leggur mikið upp úr því að veita sértækar og hagkvæmar lausnir sem eru áreiðanlegar, þægilegar og umhverfisvænar fyrir viðskiptavini.
Fyrirtækið Rafbox ehf. var stofnað í apríl 2018 af Kolbrúnu, Emil og Júlíusi, þremur ungum frumkvöðlum sem hafa öll mikinn áhuga á orkuskiptum og vilja styðja við sjálfbæra þróun í samgöngum á Íslandi.
Teymið vill leggja sitt af mörkum og stofnaði fyrirtæki til ýta undir þessa þróun. Fyrirtækið býður þjónustu við hönnun, uppsetningu og rekstur á hleðslulausnum fyrir rafbílaeigendur. Engu skiptir hvort það er við einbýli, fjölbýli, fyrirtæki eða almenningsstæði.
Í desember 2018 bættist svo í hlutahafahóp fyrirtækisins þegar rafverktakafyrirtækið Átak ehf. gekk til liðs við Rafbox. Auk þess hafa öflugir birgjar, ráðgjafar og verktakar komið til liðs við fyrirtækið, svosem rafverktakafyrirtækið Þelamörk.